top of page
nonnioghalla

Litasprengja !

Updated: Aug 14, 2023

Föstudagur 11. ágúst 2023


Eins og ég sagði í síðustu færslu var nýja verkefnið að prjóna "Lillý" í nýrri litasamsetningu. Það má með sanni segja að úr hafi orðið ein allsherjar litasprengja sem á auðvitað vel við núna þegar landsmenn fagna fjölbreytileikanum með regnbogafána við hún hvar sem litið er. Ég var pínu efins þegar verkið hófst en er sannarlega sátt þegar hér er komið. Persónulega er ég líka hrifin af því að klæða börn í litríkar flíkur.

Sem fyrr hugsaði ég ekki út í það að byrja á einhverjum sérstökum lit - tók bara innan úr dokkunni og fékk þennan skærgræna lit og lét það ráðast hvernig litirnir röðuðust niður. Það er engin eftirsjá með það og þegar húfan verður prjónuð, þá ætla ég bara að byrja á dokkunni þar sem frá var horfið.

Þegar búið var að skipta upp bol og ermalykkjum ákvað ég að byrja á ermunum. Svo nú er þá bara að klára bolinn og húfuna og hleypa svo nýju verkefni af stokkunum. Að sjálfsögðu fáið þið að sjá þegar verkinu er lokið :)

Þá er settið tilbúið. Eins og sjá má raðast litirnir nokkuð tilviljanakennt niður og því vel hægt að nota allskyns afganga af plötulopa til að nýta í munsturprjónið og jafnvel bara einn, tvo, þrjá liti eða fleiri eftir smekk.


41 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page