Peysa, buxur, húfa og sokkar. Ein stærð sem passar fyrir Baby Born dúkkur og aðrar í svipaðri stærð, u.þ.b. 40-45 cm. Prjónað úr Aran Garni á prjóna nr. 4 og 5. Upplagt er að nota afgangsgarn.
Bolur peysu er prjónaður fram og til baka frá uppfitjun neðst. Ermar eru prjónaðar í hring frá uppfitjun neðst. Við handveg eru ermar og bolur sameinað og berustykki prjónað fram og til baka upp að hálsmáli og listarnir síðast. Húfa er prjónuð frá uppfitjun neðst og upp. Buxur eru prjónaðar í hring frá uppfitjun í mitti og skálmar prjónaðar niður. Magn af garni u.þ.b. 100 g. af hvorum lit.
"Bíbí fer í leikskóla" Dúkkuföt
1.200krPrice