Hér ætla ég að setja inn ýmislegt í sambandi við prjónaskap, vonandi bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ég ætla að byrja á að gefa ykkur þessa uppskrift að mohair-peysu. Í hana notaði ég skemmtilegt og frekar ódýrt garn, 60% mohair og 40% acryl og prjónaði á prjóna nr. 5 1/2 og 7 (eða reyndar réttara að segja 5,5 mm. og 7 mm. prjóna!). Tilvalið er að skipta út uppgefnu garni fyrir annað eða jafnvel einhverjar skemmtilegar blöndur eins og t.d. plötulopa og silk-mohair. Ef ykkur hugnast ekki að prjóna upphækkun að aftan, þá má sleppa því en þá þarf að prjóna tveimur fleiri úrtökuumferðir.
Gjörið svo vel !

コメント