Eitt tekur við af öðru.
- nonnioghalla
- Aug 10, 2023
- 1 min read
Fimmtudagur 10. ágúst 2023
Ég hafði rétt lokið við að ganga frá þessari þegar tilkynning barst frá Póstinum um að mín biði pakki á pósthúsi, sem reyndar tók aðeins lengri tíma en ég átti von á. En það kom ekki að sök því annars hefði ég kanski freistast til að leggja hana til hliðar og byrja á einhverju úr nýja garninu. Ég pantaði frá hobbii.dk sama band og síðast en nú aðra liti.

Ég ákvað að næsta verkefni yrði önnur "Lillý" í nýrri litasamsetningu; gulur plötulopi sem aðallitur og litur nr. 114 í Woolpower Print/Happy sheep, sem er ansi hressandi litablanda svo ekki sé meira sagt :) Blandan af þessu tvennu kemur úr með smá svona Inka-Perú-blæbrigði. Hlakka til að sýna ykkur á morgun.
Commentaires