Jæja, peysan sem ég birti hér umfjöllun um í síðustu færslu fékk gríðargóðar viðtökur. En Hún var einmitt prjónuð til að ganga á Fjallalopann sem ég keypti í öðrum tilgangi og gafst svo upp á verkinu, rakti upp og prjónaði með Plötulopa á 9 mm. prjóna, sbr færsluna hér á undan. Enn var nóg eftir af Fjallalopanum svo ég skellti í nýja:
Notaði sömu átta litina af Fjallalopanum en notaði þrjá nýja liti í Plötulopanum (eða eiginlega fjóra, því ég nýtti afganga bæði af hærusvörtu og sauðsvörtu); svart, rústrautt og grátt.
Svo er bara að prjóna þetta saman eins og lýst var í fyrri færslu.
Ekki er hægt að gefa uppskrift af þessum peysum svo nákvæmt sé og útkoman verði eins, en uppskrift er á leiðinni af peysu sem hægt er að nota til að prjóna eitthvað viðlíka, til dæmis úr afgöngum, og nota þá aðferð sem hér hefur verið lýst.
Þegar seinni peysan var tilbúin var ennþá afgangur af Fjallalopanum, svo það er aldrei að vita nema systurnar verði þrjár áður en yfir lýkur. En hér að neðan er einmitt mynd af því sem eftir var af Fjalalopanum svo sennilega þarf þá að bæta við einni eða tveimur dokkum og vítahringurinn heldur áfram :)
Svo kemur hér mynd af systrunum tveimur og
eins og sjá má er önnur örlítið síðari en hin.
Comments